Segir Norðurlöndin hafa beitt Ísland þrýstingi

Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við fjölmiðlamenn á kjörstað í Álftanesskóla …
Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við fjölmiðlamenn á kjörstað í Álftanesskóla í dag. Reuters

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, seg­ir í viðtali við norska blaðið Af­ten­posten, að Norður­lönd­in hafi öll með bein­um eða óbein­um hætti stutt þann þrýst­ing, sem Bret­ar og Hol­lend­ing­ar hafa beitt Íslend­inga í Ices­a­ve-mál­inu. „Það er ekki nota­legt að segja þetta en það er samt staðreynd," seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar við blaðið. 

Af­ten­posten seg­ir, að Ólaf­ur Ragn­ar hafi lýst mikl­um von­brigðum með af­stöðu Nor­egs, Svíþjóðar, Dan­merk­ur og Finn­lands und­an­farið ár. Norður­lönd­in hafi ásamt Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum ekki af­greitt stór­an hluta þeirra lána, sem þau hétu Íslend­ing­um og áttu að stuðla að efna­hags­legri end­ur­reisn Íslands.

„Þau hafa öll beint eða óbeint stutt þann þrýst­ing, sem Bret­land og Hol­land hafa beitt Ísland. Það er ekki nota­legt að segja þetta en það er samt staðreynd. Þetta er greini­lega vand­ræðal­egt mál fyr­ir þau," hef­ur Af­ten­posten eft­ir Ólafi Ragn­ari og seg­ir að for­set­inn hafi ekki áður gagn­rýnt ná­granna­lönd Íslands með jafn af­ger­andi hætti. 

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir í viðtal­inu, að svo virðist sem þau lönd, sem eiga aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, einkum þó Sví­ar sem voru í for­sæti ESB síðari hluta síðasta árs, hafi nálg­ast málið frá ann­arri hlið. „Það er kannski skilj­an­legt," seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar. 

Hann seg­ir, að Íslend­ing­ar hafi staðið við öll þau skil­yrði, sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn setti fyr­ir lána­fyr­ir­greiðslu en samt hafi lán­in ekki verið greidd út.

„Það er eins og stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sé einskon­ar ör­ygg­is­ráð þar sem ákveðnar aðild­arþjóðir hafi neit­un­ar­vald. Ef horft er á Ices­a­ve-málið eru það lög­mæt rök, að þjóðinni beri ekki skylda til að tryggja inni­stæður í gjaldþrota bönk­um sam­kvæmt ESB-regl­um. Í ljósi þess­ar­ar laga­legu óvissu er Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn notaður til að þvinga fram lausn, sem er vafa­söm í laga­legu til­liti," seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar.

Af­ten­posten bar um­mæli Ólafs Ragn­ars und­ir Sig­bjørn Johnsen, fjár­málaráðherra Nor­egs, sem seg­ist undr­andi á þeim og seg­ir að Norðmenn standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart Íslandi.

„Við höf­um alltaf verið í góðu sam­bandi við ís­lensku rík­is­stjórn­ina og við sjá­um fram á að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn geti af­greitt málið þannig að við get­um greitt út næsta hluta af lán­un­um. Í því ljósi er ég undr­andi á yf­ir­lýs­ing­um for­seta Íslands," seg­ir hann.

Þau svör feng­ust frá Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, að hann vildi ekki tjá sig um mál­efni Íslands fyrr en end­an­leg niðurstaða lægi fyr­ir úr þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. Hann vildi held­ur ekki tjá sig um gagn­rýni Ólafs Ragn­ars á Nor­eg og hin Norður­lönd­in.

Frétt Af­ten­posten

mbl.is