Lokatölur úr Norðausturkjördæmi

Kjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur lokið talningu atkvæða eftir að loks tókst að flytja atkvæði Grímseyinga til Akureyrar með flugi á sjöunda tímanum í kvöld. 

Samkvæmt upplýsingum frá Páli Hlöðvessyni, formanni yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis, voru alls 28.587 á kjörskrá í Norðausturkjördæmi en atkvæði greiddu 16.947. það þýðir að kjörsókn í kjördæminu var 59,28%.

Alls sögðu 329 já eða 1,94%,  en 15.667 eða 92,4% nei. Auðir atkvæðaseðlar voru 899 eða 5,3% en ógildir 52. 

Alls kusu í kosningunum í heild á landsvísu 144.231 manns. Já sögðu 2.599 eða 1,8 prósent. Nei sögðu 134.397 eða 93,2 prósent. Ógild atkvæði voru 7235 eða 5%. Þar af voru 6744 seðlar auðir en 491 atkvæði var ógilt af öðrum ástæðum. Kjörsókn var 62,7 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landskjörstjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka