Úrslitin vantraust á ríkisstjórnina

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mynd/norden.org

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í Silfri Eg­ils í Sjón­varp­inu, að rík­is­stjórn­in yrði að horf­ast í augu við staðreynd­ir í kjöl­far þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar í gær. Ekki væri hægt að líta öðru­vísi á úr­slit at­kvæðagreiðslunn­ar en van­traust á rík­is­stjórn­ina í Ices­a­ve-mál­inu.

Bjarni vildi hins veg­ar ekki ganga það langt að krefjast þess að rík­is­stjórn­in segði af sér en sagði að leiðtog­ar stjórn­ar­flokk­anna yrðu að viður­kenna að mis­tök hefðu verið gerð í Ices­a­ve-samn­inga­gerðinni í fyrra. 

Þá sagði hann að for­ustu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar væru úr tengsl­um við þann  meiri­hluta kosn­inga­bærra manna, sem hefði í gær mætt á kjörstað og sagt nei við Ices­a­ve-lög­un­um og samn­ing­un­um, sem rík­is­stjórn­in barðist fyr­ir á síðasta ári.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði að Bjarni væri kjark­mik­ill að þora sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins að hjóla svona í rík­is­stjórn­ina sem tók við þrota­búi Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Bíddu í  viku eða 10 daga og við skul­um tala aft­ur sam­an þegar skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar verður kom­in fram," sagði Stein­grím­ur. 

Hann sagði að saga Ices­a­ve-máls­ins hefði ekki byrjað 1. fe­brú­ar 2009 held­ur miklu fyrr þegar bank­arn­ir voru einka­vædd­ir. Stjórn­völd og eft­ir­lits­stofn­an­ir hefðu í kjöl­farið brugðist ís­lensku þjóðinni og óá­byrg­ir banka­menn farið um heim­inn í nafni Íslands og gert skelfi­lega hluti. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina