„Vorum nálægt samkomulagi“

Steingrímur J. Sigfússon ræddi við erlenda blaðamenn í blaðamannamiðstöðinni í …
Steingrímur J. Sigfússon ræddi við erlenda blaðamenn í blaðamannamiðstöðinni í Iðnó undir kvöld. mbl.is/Kristinn

„Við vor­um mjög ná­lægt því að kom­ast að sam­komu­lagi við Breta og Hol­lend­inga fyr­ir helgi, en höfðum ekki næg­an tíma til þess að ganga frá mál­inu og því urðum við ásátt um að gera stutt hlé á viðræðum og bíða fram yfir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, í viðtali í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Dea­dline á dönsku sjón­varps­stöðinni DR2 nú und­ir kvöld.

Tók hann fram að all­ir viðsemj­end­ur hafi hins veg­ar verið sam­mála um að taka viðræður upp að nýju strax að kosn­ing­um lokn­um og sagðist von­ast til þess að það gæti orðið á allra næstu dög­um.

„All­ir viðsemj­end­ur hafa gefið það skýrt í skyn að þeir óski eft­ir því að finna lausn á mál­inu. Ég held það sé mik­il­vægt fyr­ir öll þrjú lönd­in sem að þessu koma að leysa málið og senda með því skýr skila­boð til um­heims­ins um það hvernig ná­grannaþjóðir leysa úr máli á borð við Ices­a­ve.“

Stein­grím­ur lagði áherslu á að niðurstaða þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar í gær um Icesvae-lög­in hefði ekki átt að koma nein­um á óvart þar sem eng­inn kosn­inga­bar­átta hefði farið fram hér­lend­is og eng­inn hefði talað fyr­ir því að greitt væri at­kvæði með Ices­a­ve-lög­un­um.

„Við þurf­um nú í ljósi niður­stöðunn­ar að ræða við viðsemj­end­ur okk­ar og reyna að finna ásætt­an­lega lausn á mál­inu sem er betri fyr­ir Ísland,“ sagði Stein­grím­ur og tók fram að miklu skipti að fá þetta hræðilega mál út úr heim­in­um þannig að stjórn­völd gætu ein­beitt sér að því að end­ur­reisa efna­hag Íslands.

„Ég held einnig að það sé mik­il­vægt fyr­ir bæði Hol­lend­inga og Breta að klára þetta mál áður en þing­kosn­ing­ar fara fram í lönd­un­um tveim­ur.“

Danski spyr­ill­inn rifjaði upp að í viðtali sem hann átti við Stein­grím í upp­hafi janú­ar hefði Stein­grím­ur lagt áherslu á að það yrði stórt vanda­mál greiddu lands­menn at­kvæði gegn Ices­a­ve-lög­un­um. Spurður hvort hann væri enn þeirr­ar skoðunar svaraði Stein­grím­ur því neit­andi og benti á að það skýrðist af því að viðræður hefði verið komn­ar vel á skrið áður en til þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar kom.

Spurður hvort niðurstaða þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar gæti nýst Íslend­ing­um í kom­andi samn­ingaviðræðum sagðist Stein­grím­ur ekki vilja fara út í slík­ar vanga­velt­ur. „Í mín­um huga snýst málið fyrst og fremst um rétt­áta skipt­ingu á þeim skaða sem Ices­a­ve-reikn­ing­arn­ir hafa valdið. Íslend­ing­ar hafa ekki lagst gegn því að axla sína ábyrgð í mál­inu, held­ur bar­ist fyr­ir því að lausn­in væri rétt­lát og tekið væri mið af aðstæðum og því hversu stórt þetta mál er fyr­ir Íslend­inga og að við verðum að fá lána­kjör sem gera okk­ur kleift að end­ur­byggja efna­hag lands­ins.“

Í ljósi um­mæla Al­istairs Darlings, fjár­málaráðherra Breta, í dag í kjöl­far niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar var Stein­grím­ur spurður hvort hann vænti þess að breski ráðherr­ann myndi taka mýkra á mál­um en til þessa í samn­ingaviðræðunum.

Stein­grím­ur sagðist trúa því að all­ir vildu ná ásætt­an­legri niður­stöðu. „Slíkt krefst hins veg­ar vilja af allra hálfu. Ég held að viðsemj­end­ur okk­ar hafi núna öðlast skiln­ing á því hversu erfitt og ein­stakt þetta mál er fyr­ir Íslend­inga. Þetta krefst lausn­ar sem all­ir geta sætt sig við. Þess vegna er ég frek­ar bjart­sýnn á það að okk­ur tak­ist í kom­andi samn­ingalotu að koma Ices­a­ve-mál­inu út úr heim­in­um.“

Spurður hvort laun­in á Ices­a­ve-mál­inu muni hafa ein­hver áhrif á aðild­ar­um­sókn Íslend­inga að Evr­ópu­sam­band­inu sagði Stein­grím­ur ekki telja að það væru nein tengsl þar á milli.

„Full­trú­ar ESB hafa sjálf­ir sagt að þeir muni ekki blanda þessu máli inn í um­sókn­ar­ferli okk­ar. Að okk­ar mati ætti slíkt hið sama að gilda um sam­starf okk­ar við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn. Ices­a­ve-málið er ein­stakt og sjálf­stætt mál sem við, þjóðirn­ar þjár sem að því kom­um, verðum að leysa okk­ar í milli. Að mínu mati á ekki að blanda öðrum mál­um inn í þetta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina