Björn Valur: Gæti leitt til stjórnarkreppu

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

Helsta hættan í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar er sú að hún muni leiða til stjórnarkreppu á Íslandi og að trúverðugleiki okkar bíði frekari hnekki en orðið er, skrifar Björn Valur Gíslason, þingmaður VG á vef sinn í gær.

Hann segir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar  skýra og um hana verði ekki deilt.

Björn Valur segir mikilvægt hvernig forystufólk Íslands túlkar niðurstöðurnar erlendis.„ Þar gætu ummæli forseta Íslands vegið þungt en hann hefur þótt nokkuð glannalegur á þeim vettvangi að undanförnu sem gætu reynst okkur skaðleg ef ekki verður farið varlega. Enda er það ekki forsetinn sem þarf að axla ábyrgð á afleiðingum orða sinna heldur stjórnvöld og þjóðin öll.

Afleiðingar þjóðaratkvæðagreiðslunnar þurfa hinsvegar ekki allar að verða til ills. Það fer eftir því hvernig við sjálf höldum á spilunum. Ekki er ólíklegt að nú gæti það gerst að stjórnmálaástandið hér á landi gæti skýrst og línur á þeim vettvangi verði skarpari en hingað til," segir Björn Valur.

Vefur Björns Vals

mbl.is
Loka