Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun við upphaf þingfundar í dag klukkan 15 gefa skýrslu um stöðuna í Icesave-málinu nú að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í kjölfarið hefst óundirbúinn fyrirspurnartíma og auk Jóhönnu verða Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra, viðstödd umræðurnar.