Karl Th.: Töfin hefur þegar kostað tugi milljarða

Karl Th. Birgisson
Karl Th. Birgisson

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, segir það forgangaverkefni ríkisstjórnarinnar að ná viðunandi samningum um IceSave. Töfin hefur þegar kostað okkur tugi milljarða í minni hagvexti, meira atvinnuleysi, hærri vöxtum og engum fjárfestingum, og valdið ómældu tjóni á brothættu sálarlífi þjóðarinnar, skrifar Karl á vef Herðubreiðar.

„Nú hefur formaður Framsóknarflokksins tekið enn eina u-beygjuna í blindgötunni sem hann ráfar um fram og aftur, en tekst samt alltaf að rekast á nýtt horn.

Og nú hefur forsetinn fengið seinni hlutann sinn af jafndýrasta sjálfsstyrkingarþerapíuprógrammi síðari ára.

Þá geta aðrir haldið áfram að vinna,"segir Karl ennfremur.

Sjá grein ritstjórans hér
mbl.is