Lítil ummerki um erfiðleika

Hummer á ferð
Hummer á ferð

Blaðamaður hol­lenska dag­blaðsins Volkskr­ant sér lít­il um­merki um að Ísland hafi orðið illa út úr krepp­unni í heim­sókn sinni til höfuðborg­ar lands­ins, Reykja­vík. Þú gæt­ir jafn­vel talið að ekk­ert væri að, skrif­ar  blaðamaður­inn í frétt­inni.

Lýs­ir blaðamaður­inn Hum­mer bif­reiðum sem hann sér við Lauga­veg­inn. Yf­ir­full­ir veit­ingastaðir og næt­ur­lífið blómstr­ar. Hann velt­ir því fyr­ir sér hvort þetta sé virki­lega landið sem fór einna verst út úr fjár­málakrepp­unni árið 2008.

Sam­kvæmt töl­um sem Hag­stofa Íslands birti á föstu­dag hafi lands­fram­leiðslan dreg­ist sam­an að raun­gildi um 6,5% í fyrra og um sé að ræða mesta sam­drátt á árs­grund­velli all­an lýðveld­is­tím­ann. Hins veg­ar sé sam­drátt­ur­inn ein­ung­is 2,5 pró­sentu­stig­um meiri held­ur en í Hollandi og miklu minni held­ur en í Eystra­salts­ríkj­un­um.

Í Volkskr­ant er rætt við nokkra Íslend­inga um stöðu mála. Þar á meðal Guðrúnu Ing­ólfs­dótt­ur sem flutti heim ný­verið frá Banda­ríkj­un­um. Hún hafi fengið góða stöðu í banka og vilji ala börn sín upp í land­inu sem hún ólst sjálf upp í.

Guðmund­ur Frank­lín Jóns­son, at­hafnamaður, er afar ánægður með að vera flutt­ur heim til Íslands á ný sam­kvæmt Volkskr­ant en hann starfaði áður sem verðbréfamiðlari á Wall Street og hót­el­rekst­ur í Prag.

Fjallað er um vef­inn Meniga sem Georg Lúðvíks­son stýr­ir en hug­búnaður fyr­ir­tæk­is­ins er notaður af fjölda ílenskra heim­ila til þess að halda utan um út­gjöld heim­il­is­ins. Seg­ir blaðamaður­inn að hug­búnaður­inn hafi notið mik­illa vin­sælda en um nýja afurð sé að ræða.

Frétt Volkskr­ant

mbl.is

Bloggað um frétt­ina