Fréttaskýring: Með heimspressuna í túnfætinum

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra veitti erlendum fjölmiðlum viðtal sl. laugardagskvöld en …
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra veitti erlendum fjölmiðlum viðtal sl. laugardagskvöld en á sama tíma var fjölskyldumyndin Svo kom Polly í sjónvarpinu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þó deila megi um hversu gott eða jákvætt tilefnið er þá er ljóst að skilningur erlendra fjölmiðla á þessari flóknu deilu um Icesave hefur aukist þessa síðustu daga. Þegar skoðuð er umfjöllun erlendra fjölmiðla er ljóst að sá skilningur að Íslendingar hafi kosið um að neita alfarið að borga er víkjandi. Þó vissulega sé gests augað oft glöggt þá má það ljóst vera að ekki er auðvelt fyrir utanaðkomandi að skilja þetta erfiða mál sem þjakað hefur þjóðina í eitt og hálft ár og hún sjálf skilur ekki á einn veg! Hvað svo sem fólki finnst um málið og þjóðaratkvæðagreiðsluna þá er það ekki á hverjum degi sem heimspressan mætir í túnfótinn. Sjaldan hefur gefist jafn gott tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar í þessu máli á framfæri.

Íslensk stjórnvöld komu upp miðstöð fyrir erlenda frétta- og blaðamenn á efri hæð Iðnó. Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytis segir fulltrúa frá yfir fimmtíu miðlum hafa sett sig í samband og nýtt sér miðstöðina. Flestir blaða- og fréttamannanna hafi verið frá Evrópu, en einnig frá Bandaríkjunum, Kanada, Kína og Japan. Hún segir stjórnvöld hafa skipulagt blaðamannafundi með ráðherrum sem og viðtöl. Urður sagðist skynja að skilningur á málinu hefði aukist mikið undanfarna daga. Þá væri það jákvætt að núna væri búið að koma á beinum tengslum við stóran hóp blaða- og fréttamanna og því yrði fylgt eftir.

En fleiri hafa sinnt hinum erlendu blaða- og fréttamönnum. Forseti Íslands hefur ekki legið á liði sínu og má sjá viðtöl við hann víða í erlendum fjölmiðlum. Indefence-hópurinn var duglegur við að veita viðtöl og aðspurður segist hann fastlega búast við að umfjöllun um Icesave haldi áfram í erlendum fjölmiðlum næstu daga. Núna væri þessi léttari sjónvarpsumræða að klárast og við tækju dýpri fréttaskýringar. Hingað hefðu komið þrautþjálfaðir, þekktir fréttaskýrendur frá dagblöðum og tímaritum sem myndu færa umræðuna á dýpra stig næstu daga.

Vantar jákvæðar sögur

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina