Ósamstaða VG veikir ríkisstjórnina

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að það hafi verið ljóst þegar rík­is­stjórn­in var mynduð að þeirra biði erfitt verk­efni. Sam­fylk­ing­in hefði hins veg­ar ekki vitað að það væri andstaða í hinum stjórn­ar­flokk­un­um um mik­il­væg verk­efni í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu flokk­anna.

„Við viss­um að stjórn­ar­andstaðan myndi ekki axla ábyrgð. Við gát­um vitað að hrun­flokk­arn­ir myndu taka upp aðferðir re­públi­kana í Banda­ríkj­un­um og Íhalds­flokks­ins í Bretlandi í bar­áttu gegn rík­is­stjórn. Við viss­um að ekki yrði skirrst við að taka upp per­sónu­leg­ar árás­ir og gera út á óánægju fólks með sína erfiðu stöðu.

Hitt viss­um við ekki að andstaða væri í öðrum stjórn­ar­flokkn­um við mik­il­væg verk­efni í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu flokk­anna. Þar á ég einkum við efna­hags­áætl­un Íslands og Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins og lausn Ices­a­ve máls­ins. Hvort tveggja voru mál sem Alþingi hafði falið fram­kvæmda­vald­inu að fylgja eft­ir og rík­is­stjórn­in var sam­mála um að ekki væri ráðlegt að skipta um hesta í miðri á úr því að lagt var í þá leiðangra að semja um Ices­a­ve málið og eiga sam­starf um efna­hags­áætl­un­ina.

Ágrein­ing­ur­inn um þessu mál hef­ur á und­an­förn­um mánuðum veikt rík­is­stjórn­ina og gefið færi á árás­um á for­menn stjórn­ar­flokk­anna," sagði Jó­hanna er hún ávarpaði fund flokk­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag.

 For­sæt­is­ráðherra seg­ir að það haldi eng­in rík­is­stjórn það út til lengd­ar að búa við óvissu og ótraust­an meiri­hluta í stór­um og erfiðum mál­um. 

„Á óvissu og erfiðleika­tím­um er það lyk­il­atriði að rík­is­stjórn hafi traust og fast land und­ir fót­um. Hopp­andi meiri­hlut­ar á Alþingi duga skammt við aðstæður eins og okk­ar  þjóð er í nú og of mik­il orka og tími fer í að smala þeim sam­an og ná mál­um í gegn.  Ein flokks­syst­ir okk­ar orðaði þetta ágæt­lega þegar hún sagði að þetta væri „eins og að smala kött­um," seg­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Að sögn Jó­hönnu hafi held­ur ekki verið vitað þegar rík­is­stjórn­in var mynduð að for­seti Íslands kysi að taka fjár­stjórn­ar­valdið af Alþingi í erfiðri milli­ríkja­deilu. Það hafi þegar valdið mikl­um töf­um á fram­gangi efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar og veru­leg­um fórn­ar­kostnaði sem seint mun vinn­ast upp í samn­ing­um um Ices­a­ve hvenær sem þeir kom­ast á.

Eng­in lausn á Ices­a­ve fyrr en eft­ir kosn­ing­ar í Bretlandi og Hollandi

Jó­hanna seg­ir að það sé að koma á dag­inn það sem hún varaði ein­dregið við í aðdrag­anda þjóaðrat­kvæðagreiðslunn­ar. For­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna hafi nú staðfest þetta og meðal ann­ars sagt að eng­in lík­indi séu á lausn Ices­a­ve fyrr en eft­ir kosn­ing­ar í Bretlandi og Hollandi.

„Rík­is­stjórn­in mun á hinn bóg­inn knýja á um að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar setj­ist að samn­inga­borðinu að nýju og ósk­um þar að lút­andi hef­ur verið komið á fram­færi við þá. Bolt­inn er hjá þeim," seg­ir Jó­hanna.

Hún seg­ir að það ríði á að stjórn­ar­liðar standi sam­an og láti ekki slá sig út af lag­inu. Jó­hanna úti­lok­ar ekki breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni. 

„Ég úti­loka ekki breyt­ing­ar á rík­is­stjórn og til­færslu á mála­flokk­um ef það mætti verða til þess að skapa hrein­ar lín­ur og eyða óvissu um framtíð rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ég tel einnig að við þurf­um að taka sókndjarf­ar ákv­arðanir um upp­stokk­un í stjórn­kerf­inu og ljúka því verki sem fyrst. Liður í því á að mín­um dómi að vera fækk­un ráðherra úr 12 í 9 og sam­ein­ing ráðuneyta þannig að til verði inn­an­rík­is­ráðuneyti, at­vinnu­vegaráðuneyti og vel­ferðarráðuneyti. Minn vilji er að það verði strax á þessu ári." 

Sam­ein­ing­ar þess­ara ráðuneyta opna á nýja nálg­un við fram­kvæmd stjórn­sýslu og veit­ingu þjón­ustu með sam­starfi og sam­ein­ingu stofn­ana sem und­ir ráðuneyt­in heyra, að sögn Jó­hönnu.

„Sé horft til þess að rík­is­stofn­an­ir eru í dag um 200 tals­ins og marg­ar þeirra sinna svipuðum verk­efn­um er ljóst að ná má fram veru­legri lang­tíma hagræðingu í rekstri með því að sam­eina stofn­an­ir og end­ur­skoða verka­skipt­ingu á milli þeirra. Ég tel að það sé raun­sætt mark­mið að fækka rík­is­stofn­un­um um 30 -40% á næstu 2 – 3 árum."

mbl.is