Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra ávarpaði fund flokksstjórnar Samfylkingarinnar …
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra ávarpaði fund flokksstjórnar Samfylkingarinnar í gær mbl.is/Ómar

Samþykkt var sam­hljóða á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í gær að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um ís­lenska fisk­veiðistjórn­kerfið. Tryggt verði í nýj­um lög­um að eðli­leg­ur arður af fisk­veiðiauðlind­um Íslands verði nýtt­ur í al­mannaþágu en ekki í þágu sér­hags­muna eins og hingað til. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um Þjóðar­eign.

Fund­inn sóttu þrír stjórn­ar­menn úr Þjóðar­eign - sam­tök­um um auðlind­ir í al­mannaþágu, þeir Ei­rík­ur Stef­áns­son, Lúðvík Kaaber og Þórður Már Jóns­son. Þeir lögðu fram til­lögu um að fram færi þjóðar­at­kvæðagreiðsla um fisk­veiðistjórn­kerfið á Íslandi. Eft­ir­far­andi til­laga var samþykkt sam­hljóða.
 
1. Flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar styður hug­mynd­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um ís­lenska fisk­veiðistjórn­kerfið.
 
2. Nýtt fisk­veiðistjórn­kerfi verði byggt á at­vinnu­frelsi og mann­rétt­indi verði virt í sam­ræmi við álit sem Mann­rétt­inda­nefnd Sam­einuðu þjóðanna sendi ís­lensku rík­is­stjórn­inni í októ­ber 2007.
 
3. Tryggt verði í nýj­um lög­um að eðli­leg­ur arður af fisk­veiðiauðlind­um Íslands verði nýtt­ur í al­mannaþágu en ekki í þágu sér­hags­muna eins og hingað til.
 
 Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar ít­rekaði fyrri yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar á fund­in­um þegar hún lýsti því yfir í ræðu sinni að hún telji það vera góða „leið til þess að út­kljá ára­tuga deil­ur um inn­köll­un afla­heim­ilda og end­urút­hlut­un þeirra að láta kjós­end­ur um að leiða málið til lykta í þjóðar­at­kvæðagreiðslu". Þá sagði Jó­hanna í loka­orðum sín­um á fund­in­um að mögu­leg þjóðar­at­kvæðagreiðsla gæti farið fram næsta haust sam­hliða þjóðar­at­kvæðagreiðslu um stjórn­laga­breyt­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina