Óvíst hvort stjórnin lifi af aðra atkvæðagreiðslu

DYLAN MARTINEZ

Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, seg­ir óvíst hvort rík­is­stjórn Íslands myndi lifa af aðra þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve-samn­ing­ana við Hol­lend­inga og Breta, að því er aust­ur­ríska dag­blaðið Der Stand­ard hef­ur eft­ir ráðherr­an­um í dag.

Lítið hef­ur gerst í Ices­a­ve-samn­ingaviðræðum þjóðanna frá því að samn­ingn­um var hafnað í þjóðar­at­kvæðagreiðslu í mars.

„Við von­umst til þess að ná sam­komu­lagi eft­ir að ný rík­is­stjórn tek­ur við í Hollandi," seg­ir Gylfi í viðtali við  Der Stand­ard.

Hann seg­ist von­ast til þess að ekki komi til annarr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Ef kjós­end­ur hafna á ný sam­komu­lagi við Hol­lend­inga og Breta þá muni það hafa slæm áhrif á efna­hag lands­ins. „Ég veit ekki hvort rík­is­stjórn okk­ar lif­ir það af."

mbl.is