Bretar reiðubúnir í Icesave-viðræður

Icesave-lögunum mótmælt.
Icesave-lögunum mótmælt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bresk stjórnvöld eru tilbúin að fullgera Icesave samninginn, segir talsmaður breskra stjórnvalda við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Fréttastofan leitaði eftir viðbrögðunum vegna orða Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, þess efnis að upp á síðkastið hefði verið erfitt að að fá formlega samningafundi vegna Icesave.

Talsmaður breskra stjórnvalda segir þau styðja umsókn Íslands að Evrópusambandinu og fagna ákvörðun leiðtogaráðsins að hefja aðildarviðræður. Hún slái af allan vafa að Ísland verði að uppfylla skyldur sínar á Evrópska efnahagssvæðinu og semja um Icesave á meðan það standi í aðildarviðræðunum, að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka