Bretar reiðubúnir í Icesave-viðræður

Icesave-lögunum mótmælt.
Icesave-lögunum mótmælt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bresk stjórn­völd eru til­bú­in að full­gera Ices­a­ve samn­ing­inn, seg­ir talsmaður breskra stjórn­valda við fyr­ir­spurn frétta­stofu RÚV. Frétta­stof­an leitaði eft­ir viðbrögðunum vegna orða Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, þess efn­is að upp á síðkastið hefði verið erfitt að að fá form­lega samn­inga­fundi vegna Ices­a­ve.

Talsmaður breskra stjórn­valda seg­ir þau styðja um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og fagna ákvörðun leiðtogaráðsins að hefja aðild­ar­viðræður. Hún slái af all­an vafa að Ísland verði að upp­fylla skyld­ur sín­ar á Evr­ópska efna­hags­svæðinu og semja um Ices­a­ve á meðan það standi í aðild­ar­viðræðunum, að því er fram kem­ur á vef Rík­is­út­varps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina