Fundað um Icesave

Samn­inga­nefnd ís­lenskra stjórn­valda hef­ur í gær og í dag fundað með full­trú­um breskra og hol­lenskra stjórn­valda í Reykja­vík um lykt­ir Ices­a­ve máls­ins.

Fund­irn­ir eru fyrst og fremst til að skipt­ast á upp­lýs­ing­um og und­ir­búa frek­ari viðræður síðar á þessu ári. Er þetta fyrsti fund­ur sem hef­ur átt sér stað eft­ir að ákveðið var að gera hlé á viðræðum þann 5. mars síðastliðinn.

Fyr­ir samn­inga­nefnd­inni fer banda­ríski lög­fræðing­ur­inn Lee Buchheit. Auk hans skipa nefnd­ina Guðmund­ur Árna­son og Ein­ar Gunn­ars­son, ráðuneyt­is­stjór­ar fjár­málaráðuneyt­is og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is, ásamt Jó­hann­esi Karli Sveins­syni lög­manni og Lár­usi Blön­dal lög­manni, sem til­nefnd­ur er af stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um sam­eig­in­lega. Þeim til ráðgjaf­ar eru sér­fræðing­ar ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Hawkpo­int og lög­fræðistof­unn­ar Ashurst, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fjár­málaráðuneyt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Loka