Lokað á lán vegna Icesave

Hörður Arnarsson forstjóri kynnir Búðarhálsvirkjun fyrir blaðamönnum
Hörður Arnarsson forstjóri kynnir Búðarhálsvirkjun fyrir blaðamönnum mbl.is/Rax

Fjárfestingabanki Evrópu (EIB) lokaði á lán til Landsvirkjunar í júlí sl., sem átti að veita til framkvæmda við Búðarhálsvirkjun vegna þess að ekki hefur enn fengist botn í Icesave-deilu Íslands, Hollendinga og Breta.

Upplýsingum þess efnis var komið til íslenskra stjórnvalda og Landsvirkjunar, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Stjórn EIB, sem er í eigu ríkja Evrópusambandsins (ESB), var ekki einhuga um ákvörðunina á stjórnarfundi, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, en svo fór að lokum að ekki var veitt heimild fyrir því að lána til Landsvirkjunar.

mbl.is
Loka