Ekki komin dagsetning á viðræður

00:00
00:00


Ekki er kom­in end­an­leg dag­setn­ing á hvenær Ices­a­ve-viðræður ís­lenskra, breskra og hol­lenskra stjórn­valda hefjast á ný, að sögn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fjár­málaráðherra. Hann seg­ir að það strandi helst á Bret­um að ákveða ná­kvæma tíma­setn­ingu fund­ar­ins.

AFP frétta­stof­an hafði það eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­manni inn­an ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar sl. föstu­dag að full­trú­ar Íslend­inga, Breta og Hol­lend­inga muni eiga form­leg­an fund á næstu vik­um til að ræða um nýtt sam­komu­lag um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, ræddi ekki við frétta­menn að aflokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi en aðspurður um hæfi nefnd­ar­manna í orku- og auðlinda­nefnd seg­ir Stein­grím­ur að það eigi ekki að tefja störff nefnd­ar­inn­ar. Hún hafi þegar fengið lengri frest til starf­ans.

Verk­efni nefnd­ar­inn­ar er þríþætt. Hún mun vinna sjálf­stæða út­tekt á kaup­um Magma Energy á eign­ar­hlut­um HS Orku og á grund­velli henn­ar láta í ljós álit sitt á því hvort stjórn­völd skuli grípa inn í um­rædd viðskipti en niður­stöðum þess þátt­ar átti að skila fyr­ir 15. ág­úst. Sá frest­ur hef­ur  verið lengd­ur.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir utan stjórnarráðsbygginguna
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra fyr­ir utan stjórn­ar­ráðsbygg­ing­una mbl.is/​Jón Pét­ur
mbl.is