Ríkið ber ekki ábyrgð

Icesave
Icesave

Í minnisblaði sem lögfræðingar unnu fyrir efnahags- og viðskiptaráðuneytið og kynntu viðskiptanefnd Alþingis í gær kemur fram að samkvæmt lögum beri ríkið enga ábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

Tryggingarsjóðnum er m.a. ætlað að tryggja Bretum og Hollendingum greiðslu á Icesave-reikningunum en flestar fjármálastofnanir greiða í sjóðinn, sem á að verja innstæðueigendur fyrir fjárhagslegum skaða ef fjármálastofnun hrynur líkt og Landsbankinn, sem átti Icesave, gerði haustið 2008.

Það vekur athygli að lögfræðingurinn sem samdi álitið var áður stjórnarformaður sjóðsins og ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, segir að túlka megi minnisblaðið á þann hátt að andstæðingar Icesave-samningsins sem gerður var á síðasta ári hafi haft rétt fyrir sér.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka