Icesave deilan upp á borði

Fjármálaráðherra segir jafn mikilvægt og áður að Icesave deilan leysist sem fyrst. Hann segir fréttaflutning um að nýtt tilboð sé í deiglunni ekki vera allskostar réttan, en segir þó að málið sé upp á borðinu.

Það var Viðskiptablaðið sem sagði frá því í gær að nýtt Icesave tilboð Íslendinga til Breta og Hollendinga væri væntanlegt. 

mbl.is
Loka