Enn óvissa um vaxtakostnað vegna Icesave

Enn er mik­il óvissa um vaxta­kostnað rík­is­sjóðs í tengsl­um við Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar, sam­kvæmt Pen­inga­mál­um Seðlabanka Íslands. Líkt og fram kom í frétt­um í gær á Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, von á því að sam­komu­lag vegna Ices­a­ve liggi fyr­ir fyr­ir lok árs.

Lög­um um rík­is­ábyrgð á samn­ing þar sem kveðið var á um fasta 5,5% vexti var hafnað í þjóðar­at­kvæðagreiðslu fyrr á þessu ári og nýr samn­ing­ur ligg­ur ekki fyr­ir.

Í spá Seðlabank­ans nú er gert ráð fyr­ir að niðurstaða nýrra samn­inga um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­una gæti í meg­in­drátt­um orðið í sam­ræmi við það sem til umræðu var áður en samn­ingaviðræðum var slitið í fe­brú­ar sl.

„Á meðan ekki er samið um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­una verður áfram óvissa um skulda­stöðuna. Áætlað er að skulda­hlut­fall hreinna skulda hins op­in­bera nái há­marki á þessu og næsta ári þegar það verður tæp­lega 60% af lands­fram­leiðslu en taki að lækka frá og með ár­inu 2012 og verði orðið 49% árið 2013.

Við það mat á hrein­um skuld­um eru aðeins tald­ar til eigna hand­bær­ar pen­inga­leg­ar eign­ir hins op­in­bera í sjóðum. Hrein­ar skuld­ir þannig tald­ar eru ekki sam­bæri­leg­ar hrein­um skuld­um annarra landa þar sem hefðbundið er að telja einnig til eigna aðrar pen­inga­leg­ar eign­ir.

Ef hrein­ar skuld­ir hins op­in­bera væru þannig reiknaðar væru þær 40% af lands­fram­leiðslu. Verg­ar skuld­ir ná hins veg­ar há­marki í ár þegar þær nema rúm­lega 105% af lands­fram­leiðslu."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina