Lausn jákvæð fyrir lánshæfismat

Lausn Icesave-deilunnar skiptir miklu varðandi lánshæfismat Íslands að mati sérfræðings hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's. Talsvert hefur miðað í Icesave-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga og er búið að semja drög að samkomulagi þótt ekkert samkomulag hafi verið undirritað.  

Lausn Icesave-deilunnar skiptir miklu máli varðandi lánshæfismatið og jákvæð lausn hefur jákvæð áhrif, segir  Kathrin Muehlbronner, sérfræðingur hjá Moody's í Lundúnum í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.

Íslenska ríkið er með lánshæfiseinkunnina  Baa3 hjá Moody’s og BBB- hjá Standard & Poor’s, en það er lægsta einkunn sem hægt er að fá. Fitch Ratings setti skuldabréf íslenska ríkisins í ruslflokk þann 5. janúar þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að skrifa undir Icesave-lögin, segir í frétt Bloomberg.

mbl.is