Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna að kjósendur eiga að eiga síðasta orðið varðandi kröfugerð lánadrottna, þar á meðal Hollendinga og Breta. Ýjar hann að því að hann muni jafnvel koma í veg fyrir þann samning sem stjórnvöld segja að sé í pípunum.
„Ef Íslendingar eiga að greiða fyrir fall einkabanka þá eiga þeir að eiga lokaorðið," segir Ólafur Ragnar í viðtalið við sjónvarpsstöð Bloomberg í dag.
Þannig að ég tel að samningur sem ekki er í samræmi við vilja þjóðarinnar sé mögulegur," bætti hann við.
Í janúar neitaði Ólafur Ragnar að skrifa undir samning íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk vegna Icesave-reikninga Landsbanka Íslands. Í kjörfarið setti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch skuldabréf íslenska ríkisins í ruslflokk.
Þrátt fyrir ummæli ráðherra um að stutt sé í að samkomulag náist milli þjóðanna þriggja varðandi Icesave segir forseti Íslands að Ísland eigi ekki að samþykkja samning nema hann njóti stuðnings íslensku þjóðarinnar.
„Hversu langt getum við gengið í að biðja venjulegt fólk - bændur, sjómenn, lækna og hjúkrunarfræðinga, að axla ábyrgð á falli banka sem voru í einkaeigu," segir forseti Íslands í viðtalinu við Bloomberg.
Sú spurning, sem hefur verið kjarni Icesave-deilunnar, mun nú brenna á mörgum Evrópuríkjum.