Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, seg­ir í sam­tali við Bloom­berg frétta­stof­una að kjós­end­ur eiga að eiga síðasta orðið varðandi kröfu­gerð lána­drottna, þar á meðal Hol­lend­inga og Breta. Ýjar hann að því að hann muni jafn­vel koma í veg fyr­ir þann samn­ing sem stjórn­völd segja að sé í píp­un­um.

„Ef Íslend­ing­ar eiga að greiða fyr­ir fall einka­banka þá eiga þeir að eiga loka­orðið," seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar í viðtalið við sjón­varps­stöð Bloom­berg í dag.

Þannig að ég tel að samn­ing­ur sem ekki er í sam­ræmi við vilja þjóðar­inn­ar sé mögu­leg­ur," bætti hann við.

Í janú­ar neitaði Ólaf­ur Ragn­ar að skrifa und­ir samn­ing ís­lenskra stjórn­valda við bresk og hol­lensk vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­banka Íslands. Í kjörfarið setti alþjóðlega mats­fyr­ir­tækið Fitch skulda­bréf ís­lenska rík­is­ins í rusl­flokk.

Þrátt fyr­ir um­mæli ráðherra um að stutt sé í að sam­komu­lag ná­ist milli þjóðanna þriggja varðandi Ices­a­ve seg­ir for­seti Íslands að Ísland eigi ekki að samþykkja samn­ing nema hann njóti stuðnings ís­lensku þjóðar­inn­ar.

„Hversu langt get­um við gengið í að biðja venju­legt fólk - bænd­ur, sjó­menn, lækna og hjúkr­un­ar­fræðinga, að axla ábyrgð á falli banka sem voru í einka­eigu," seg­ir for­seti Íslands í viðtal­inu við Bloom­berg.

Sú spurn­ing, sem hef­ur verið  kjarni Ices­a­ve-deil­unn­ar, mun nú brenna á mörg­um Evr­ópu­ríkj­um.


mbl.is