Samninganefnd Íslands í viðræðum við hollensk og bresk stjórnvöld mun kynna niðurstöður viðræðna í Lundúnum í gær á fundi með blaðamönnum klukkan 18 í dag.
Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands funduðu um málefni Icesave í Lundúnum í gær, miðvikudag.
Afrakstur viðræðnanna verður fyrst kynntur formönnum stjórnmálaflokkanna sem tilnefndu fulltrúa í samninganefndina. Því næst fá utanríkis-og fjárlaganefnd, þingflokkar og aðilar vinnumarkaðarins kynningu.
Samninganefndin heldur að því loknu blaðamannafund þar sem málið verður kynnt opinberlega.