Sigmundur Davíð: Spurning um að gefa út spunaviðvörun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Árni Sæberg

 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um Icesave á Facebooksíðu sinni en hann er ekki staddur á landinu. Veltir hann fyrir sér hvort gefa eigi út „spunaviðvörun".

„Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl. 18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu. Svo á að kalla aðila vinnumarkaðarins fram á sviðið (eftir æfingar síðustu vikna). Það er ekki laust við að maður fái ,,backflash" til mánaðamótanna jan./feb. 2009. Ætli það sé ekki rétt að gefa út spunaviðvörun?," skrifar Sigmundur Davíð.

mbl.is