Buchheit: Þróunin hefur verið Íslendingum hagfelld

Lee Buchheit stýrði íslensku samninganefndinni en hann er þekktur samningamaður …
Lee Buchheit stýrði íslensku samninganefndinni en hann er þekktur samningamaður á sviði þjóðréttarsamninga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lee Buchheit, sem stýrði samn­inga­nefnd Íslands í viðræðum við Hol­lend­inga og Breta, seg­ir að þróun mála eft­ir þann samn­ing sem var hafnað í þjóðar­at­kvæðagreiðslu þann 6. mars, hafi verið Íslend­ing­um hag­felld. Meðal ann­ars sú at­hygli sem málið fékk á alþjóðavett­vangi og ákvörðun for­seta Íslands að hafna því að skrifa und­ir samn­ing­inn. 

Þetta kom fram í máli Buchheit á fundi í Há­skóla Íslands nú síðdeg­is. Þar hrósaði hann fjár­málaráðherra, Stein­grími J. Sig­fús­syni,  fyr­ir sinn þátt í að stuðla að því að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn beitti sér ekki í mál­inu líkt og hann gerði í upp­hafi að til­stuðlan Breta og Hol­lend­inga í stjórn sjóðsins.

Hann fjallaði einnig um hvað myndi ger­ast ef sam­komu­lagið verður ekki samþykkt. Mik­il óvissa sé um hvað myndi ger­ast en taldi lík­legt að málið færi fyr­ir dóm. Hvað varðar lík­urn­ar á því að Ísland myndi vinna málið taldi hann Íslend­inga eiga góða mögu­leika án þess að full vissa sé fyr­ir því.

Lík­ur séu á því að Íslend­ing­um yrði gert að greiða alla fjár­hæðina í einu ef málið færi fyr­ir dóm og ef Íslend­ing­ar ætli að reyna að semja upp á nýtt þá muni það vinna gegn hags­mun­um Íslend­inga sá blóðugi niður­skurður sem Bret­ar standa frammi fyr­ir. Þess vegna verði hægt að gagn­rýna stjórn­mála­menn þar í landi fyr­ir að greiða til Íslend­inga á meðan sjúkra­hús­um er lokað í Bretlandi og það myndi ekki hjálpa Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina