Kosið utan kjörfundar á morgun

Icesave.
Icesave. Morgunblaðið/Ómar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl nk. hefst hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík, Skógarhlíð 6, á morgun, 16. mars.

Kosið er á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 til 15:30 alla virka daga til 25. mars nk. Laugardaginn 19. mars er opið frá kl. 12 til 14. Laugardaginn 26. mars og sunnudaginn 27. mars nk. er einnig opið frá kl. 12 til 14.

Frá og með mánudeginum 28. mars fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10 til 22. Á kjördag verður opið frá kl. 10 til 17.

 

mbl.is