TF-LÍF orðin flughæf á ný

Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni er björgunarþyrla hennar TF-LÍF nú orðin flughæf á ný og reiðubúin í útkall en hefur verið í viðgerð vegna óvæntrar bilunar. Hin þyrla gæslunnar, TF-GNÁ, er hins vegar í reglubundinni skoðun þessa dagana.

Af þessum sökum varð Landhelgisgæslan að notast við þyrlu frá Norðurflugi á miðvikudaginn sem ekki er björgunarþyrla til þess að sækja slasaðan ferðamann í Kverkfjöll.

mbl.is

Bloggað um fréttina