„Ekkert lengur til að deila um"

Ljósmynd/Björg í bú

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að það sé ekkert til að deila um lengur eftir að ljóst sé að eignir Landsbankans dugi upp í forgangskröfur, sem einkum eru tengdar Icesave. Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg-fréttastofunnar við ráðherrann. Segir Árni Páll að þetta breyti öllu varðandi Icesave-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga. Hann segir að Landsbankinn muni væntanlega byrja að greiða skuldina til baka síðar á árinu.

Að sögn Árna Páls þarf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að skoða allar hliðar málsins áður en hún ákveður að fara með málið lengra. Nú þegar ljóst er að allir kröfuhafar, hvort sem krafa þeirra er varin af tryggingasjóðum innistæðueigenda eða ekki, fá kröfu sína greidda að fullu.

Segir í frétt Bloomberg að þrátt fyrir þetta eigi eftir að fá niðurstöðu Hæstaréttar um forgangskröfur í þrotabú bankanna. Að sögn Lárenstínusar Kristjánssonar, formanns skilanefndar Landsbankans, er von á dómi Hæstaréttar fyrri hluta októbermánaðar. Að því loknu verði hægt að byrja að greiða kröfuhöfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina