„Ekkert lengur til að deila um"

Ljósmynd/Björg í bú

Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, seg­ir að það sé ekk­ert til að deila um leng­ur eft­ir að ljóst sé að eign­ir Lands­bank­ans dugi upp í for­gangs­kröf­ur, sem einkum eru tengd­ar Ices­a­ve. Þetta kem­ur fram í viðtali Bloom­berg-frétta­stof­unn­ar við ráðherr­ann. Seg­ir Árni Páll að þetta breyti öllu varðandi Ices­a­ve-deilu Íslend­inga við Breta og Hol­lend­inga. Hann seg­ir að Lands­bank­inn muni vænt­an­lega byrja að greiða skuld­ina til baka síðar á ár­inu.

Að sögn Árna Páls þarf Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) að skoða all­ar hliðar máls­ins áður en hún ákveður að fara með málið lengra. Nú þegar ljóst er að all­ir kröfu­haf­ar, hvort sem krafa þeirra er var­in af trygg­inga­sjóðum inni­stæðueig­enda eða ekki, fá kröfu sína greidda að fullu.

Seg­ir í frétt Bloom­berg að þrátt fyr­ir þetta eigi eft­ir að fá niður­stöðu Hæsta­rétt­ar um for­gangs­kröf­ur í þrota­bú bank­anna. Að sögn Lárenstínus­ar Kristjáns­son­ar, for­manns skila­nefnd­ar Lands­bank­ans, er von á dómi Hæsta­rétt­ar fyrri hluta októ­ber­mánaðar. Að því loknu verði hægt að byrja að greiða kröfu­höf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Loka