Fyrsta íslenska veiðifréttavefsíðan sem er sérhönnuð fyrir erlenda stangveiðimenn hefur litið dagsins ljós. Tilgangur vefsíðunnar er að færa erlendum stangveiðimönnum fréttir á ensku af öllu því sem viðkemur stangveiði á Íslandi sem hingað til hefur sárlega vantað.
Eigandi síðunar er Pálmi Einarsson, en fleiri munu koma að fréttaflutningi á síðunni þegar fram í sækir. Veiðimenn eru hvattir til að senda fréttir með myndum eða myndskeiðum á news@icelandflyfishnews.com en einnig er hægt að senda fréttir beint á vefinn http://www.icelandflyfishnews.com/. Veiðileyfasölum og veiðiverslunum er bent á að senda upplýsingar um sig á ensku á news@icelandflyfishnews.com eða fylla út formið á vefsíðunni ef þeir vilja vera listaðir á síðunni. Þegar er búið er að skrá nokkrar verslanir og veiðileyfasala.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |