Stærsti lax sumarsins tók Snældu

Lars Erik Svendsen reyndi ýmsar flugur áður en stórlaxinn tók …
Lars Erik Svendsen reyndi ýmsar flugur áður en stórlaxinn tók í Höfðahyl í Laxá í Aðaldal.

Danski veiðimaðurinn Lars Erik Svendsen veiddi sannkallaðan stórlax í Laxá í Aðaldal í fyrradag, þegar hann var við veiðar í Höfðahyl austanverðum í landi Núpa.

Hængurinn, sem er lengsti lax sumarsins til þessa, var mældur 111 sm áður en honum var sleppt aftur út í ána. Samkvæmt viðmiðunarkvarða hefur hann vegið 13,4 kíló, rétt tæp 30 ensk pund eða 27 pund íslensk.

Veiðimaðurinn og veiðivörður sem með honum var höfðu fylgst með laxinum og séð að hann glefsaði nokkrum sinnum í ýmsar flugur sem reyndar voru í um klukkustund áður en hann tók fluguna Snældu. Viðureignin tók um hálftíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert