Laxlaus eftir þrjá veiðitúra

Það eru fæstir veiðimenn með góðann afla eftir erfitt sumar.
Það eru fæstir veiðimenn með góðann afla eftir erfitt sumar.

Það heyrist mikið af því í sumar að margir hafi veitt lítið eða ekkert í sumum hollunum en ég hef ekki heyrt frá mörgum sem eru laxlausir eftir 11 daga í veiði.

Einar Jónsson sendi okkur póst og sagði okkur aðeins frá hrakförum sínum í sumar.

"Sæll Kalli, mér datt í hug að senda þér póst og segja þér aðeins frá því hvernig veiðin hjá mér er búin að vera í sumar, eða öllu heldur skortur á veiði.  Ég er búinn að fara í þrjá túra í sumar og er ekki búinn að setja í einn fisk!  Ég kann ágætlega til verka þegar kemur að veiði enda búinn að standa í þessu í rétt um 20 ár og veiði yfirleitt ágætlega.  En í sumar er ég búinn að fara í Víðidalsá, Norðurá og Grímsá og er ennþá laxlaus.  Ég hef veitt þessar í nokkur skipti og hef gert góða túra í þeim síðustu ár en þetta sumar er bara búið að vera alveg skelfilegt. 

Ég nú þegar farinn að leita mér að einhverjum ódýrum leyfum í haust þar sem er von á laxi eins og í Rangánum því ef það verður ekki sporður í kistunni eftir sumarið er ég hræddur um að konan fari að fela veiðidótið og draga mig með sér í golf.  Guð forði mér frá því!"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert