Er þetta veiðnasta flugan á Íslandi?

Þegar veiðibækur síðustu 10 ára eru skoðaðar sést að það er ein fluga sem er langsamlega mest notuð á landinu enda er það ekkert skrítið því hún er nokkuð veiðin þessi rauða.

Flugan er Rauður Frances.  Hún er svo einföld að sjá að ætla mætti að hún hafi verið hönnuð í hraðferð en frumgerðin af flugunni var hnýtt með litlum svörtum kúlum aftan á búknum við fálmarana svo það var augljóst að það var verið að líkja eftir rækju.  Það skemmtilega við þessa flugu er að hún veiðin sjóbleikju líka mjög vel og er þess vegna oft fyrsti kostur þeirra sem veiða sjóbleikju í ám þar sem laxinn gengur líka.

Rauður Frances er sagður veiða vel við flestar aðstæður en best á göngufisk og á haustin þegar rökkva tekur.  Hún er hnýtt á tví- og þríkrækjur, svartan, silfur eða gullöngul og hefur gullöngulinn verið vinsælastur síðustu árin.  Þetta er skyldueign í fluguboxinu hjá öllum veiðimönnum, eða næstum því öllum.  Það var breskur veiðimaður sem lagði leið sína oft í Langá á Mýrum sem sagðist aldrei ætla að nota Rauðann Frances.  Ástæðan sem hann gaf:"Laxinn verður að hafa smá séns til að sleppa!"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert