„Þetta er ekki mjög glæsilegt,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, um hinar vikulegu veiðitölur sem hann tekur saman úr völdum viðmiðunarám og birtir á vef Landssambands veiðifélaga, Angling.is.
Þorsteinn fylgir nýjustu tölunum á vefnum úr hlaði með grein, þar sem fram kemur að veiðin í viðmiðunaránum sé komin í 15.686 laxa, nú þegar farið er að síga á seinni hluta veiðitímabilsins. Laxafjöldinn sem náðist á land í þeim ám í síðustu viku var aðeins 1.377 fiskar.
Þetta er langt undir væntingum þegar miðað er við að seiðaárgangurinn, sem fór til sjávar vorið 2011, var í mjög góðu lagi, skrifar Þorsteinn, og bætir við að hægt sé að greina vikuveiði í hverri þessara áa síðan árið 2006 og þetta sé langlakasta útkoman þessi sex ár, að því er fram kemur í umfjöllun um laxveiðina í vikunni í Morgunblaðinu í dag.
„Sé litið til þess að meðalhlutfall veiðinnar í viðmiðunaránum hinn 15. ágúst er 56,5% af lokaafla þeirra, þá stefnir nú í ríflega 25.000 laxa veiði samtals í þessum 25 veiðiám,“ segir Þorsteinn.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |