Veislan heldur áfram í Ytri Rangá

Ytri Rangá er aflahæsta á landsins það sem af er …
Ytri Rangá er aflahæsta á landsins það sem af er veiðisumri.

Ytri Rangá trónir á toppnum yfir aflatölur landsins en í samantekt frá Landssambandi Veiðifélaga er áin með 2932 veidda laxa en veiði með blönduðu agni hófst í dag.

Dagurinn skilaði samtals 161 laxi og það má reikna með því að dagarnir framundan komi til með að lyfta ánni hratt upp í 4000 laxa.  September í Ytri Rangá er oft drjúgur og sömuleiðis í Eystri ánni þegar hún er ekki erfið til veiða sökum litar.  Aðrar hafbeitarár á suðurlandi hafa verið að gera það mjög gott samanber er veiðin í Affallinu komin í 328 laxa og Þverá í Fljótshlíð er komin í 181 lax og er komin um 70 löxum yfir veiðina í fyrra sem verður að teljast frábær árangur í þessari nettu á. 

Það er veitt til loka október í Ytri Rangá svo það má vel reikna með því að áin gæti endað þetta tímabil í 5000-6000 löxum ef áframhaldið verður jafn gott.  Samkvæmt vefnum hjá Lax-Á eru einhverjar stangir lausar næstu daga fyrir þá sem hafa ekki náð að sefa veiðihungrið í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert