„Þetta verður ekkert metsumar“

mbl.is/Einar Falur

Myndin af niðursveiflunni í laxveiði í sumar er dregin sífellt skýrari dráttum. Þegar rýnt er í vikutölurnar í veiðinni má sjá að víðast hvar komu fáir á land; 20 á fjórtán stangir í Norðurá, 16 á jafn margar stangir í Þverá og Kjarrá, 11 í Víðidalsá, 14 í Laxá á Ásum.

Smá kippur hefur komið í Laxá í Dölum sem hefur verið afspyrnu róleg í sumar, þar veiddust 31. Laxá á Ásum gaf aðeins 14 á stangirnar tvær, eða einn lax á stöng á dag, en það hlýtur að teljast afar slakt á þeim bænum.

Margir veiðihópanna upplifa að sjá varla lax á bakkanum; þannig fréttist af einu holli í Grímsá sem fékk þrjá á átta stangir og það hefur til að mynda ekki verið einsdæmi í ám á Vesturlandi, þar sem einn til fjórir laxar hafa veiðst samanlagt á allar stangirnar.

Í umfjöllun um veiðina í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að veiðitölur eru einnig daprar í Aðaldalnum en 25 veiddust í Laxá í vikunni, á stangirnar 18. Veiðimaður sem var á Nesveiðum í fyrradag lét þó vel af sér og sagði að svo virtist sem veðrabreytingarnar í vikunni hefðu hreyft eitthvað við fiskinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert