Innfluttur lax í íslenskum búðum?

Laxeldisstöð í Chile.
Laxeldisstöð í Chile.

Það er nokkuð sérstakt að sjá íslenskar verslanir auglýsa innfluttan lax, sérstaklega í ljósi þess að laxinn á uppruna sinn í eldisstöðvum í Síle í Suður-Ameríku.

Verslanir Bónuss auglýsa í dag innfluttan lax frá Síle á 1.395 kr. kílóið, en verðið kemur þessu auðvitað ekki við heldur sú staðreynd að framboð á innlendum laxi er svo lítið að við þurfum að flytja inn lax frá Suður-Ameríku til að geta boðið hann á sæmilegu verði! Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2011 voru flutt inn 200 tonn af ferskum heilum eldislaxi, 87 tonn af öðrum ferskum laxi, tvö tonn af heilfrystum eldislaxi og eitthvert lítilræði af silungi. Netaveiðar, að stærstum hluta úr Þjórsá, hafa haldið framboðinu uppi þannig að verslanir og veitingastaðir hafa getað, að mestu leyti, nýtt sér innlenda framleiðslu. Nú þegar netaveiðin í sumar var jafnléleg og raun bar vitni, á þá innflutningur á þessari vöru eftir að aukast? Verðið ræðst auðvitað ekki af neinu öðru en framboði og eftirspurn en öðruvísi mér áður brá en að vera staddur í verslun á Íslandi, landi gnægðar í veiði að maður hefði haldið, og laxinn sem ég ætla að hafa í matinn kemur frá Síle í Suður-Ameríku! Það verður líklega „buen apetito“ við kvöldverðarborðið í kvöld ...

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert