Góðir morgnar á gæsaveiðum við Ármót

Gæsaveiðin hefur verið góð í haust. Hér er hópur með …
Gæsaveiðin hefur verið góð í haust. Hér er hópur með góða morgunveiði. Mynd af www.hunt.is

Gæsaveiðin er nú í fullum gangi og menn eru víða að veiða vel af gæs en þessa dagana er fuglinn oft að sækja í kornakra.

Bærinn Ármót við ármót Þverár og Eystri-Rangár státar líklega af einu besta gæsaveiðisvæði landsins en þar er boðið upp á alla þjónustu við veiðimenn og það er ekki að ástæðulausu að menn sækjast í að veiða þar.  Á kornökrunum við bæinn safnast saman gífurlega mikið magn af gæs.  Við ræddum stuttlega við Hafliða Halldórsson á Ármóti í dag og sagði hann að veiðin í haust hefði yfirleitt verið góð en þó kæmu dagar þar sem lítið veiddist og væri það yfirleitt þegar veðrið væri of gott.  Þegar aðstæður væru réttar næðu hóparnir oft 50-60 gæsum, stundum meira.  Í morgun var veiðin til að mynda frekar róleg enda hreyfði varla vind og fuglinn kom illa niður.  Nokkur þúsund gæsir höfðu þá safnast saman í akurinn daginn áður en þegar það er logn og bjart yfir er stundum erfitt að fá fuglinn niður í akrana í morgunfluginu.  Það er nóg eftir af veiðitímabilinu og ef staðan verður svipuð í haust og í fyrra þá verður fugl á þessu svæði langt fram í nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert