Þá er komið að myndasyrpu númer 9 og það er meira af myndum á leiðinni á vefinn í kvöld og á morgun svo það er um að gera að fylgjast með og sjá hvenær myndin þín dettur inn.
Mynd 1: Heiti myndar: Tveir með fiskisvip. Myndin er tekin á Arnarvatnsheiði í júlí 2012. Á myndinni er Þorsteinn H. Erlendsson 8 ára sem veiddi þennan silung og var alsæll með það. Myndin er tekin af undirritaðri, móður hans. Sonja B. Guðfinnsdóttir.
Mynd 2: Hér mynd sem er tekin í Rangánum í sumar. Myndataka: Kristín Gísladóttir.
Mynd 3: Fallegur urriði úr Baulárvatni á Snæfellsnesi. Myndataka: Kristín Gísladóttir.
Mynd 4: Myndin er tekin í september í Vatnsá á veiðistaðnum Svörtu-loft sem þykir mjög gjöfull. Frábært veður og haustlitir einkenndu þessa veiðiferð HAGL sem er veiðiklúbbur fjögurra vinkvenna sem njóta lífsins á ýmsa vegu allt árið um kring. Myndataka: Arnheiður Guðmundsdóttir.
Mynd 5: Tekið í Veiðivötnum 2-3 júní 2012 - Fossvatn (tekið út um bílgluggann). Myndataka: Þrúður Finnbogadóttir.
Mynd 6: Hér er minn ástkæri eiginmaður Gunnar Ólafur Kristleifsson að sveifa flugunni í Elliðaánum í júní 2012. Myndataka: Þrúður Finnbogadóttir.
Mynd 7: Rennt fyrir lax á efsta svæði í Laxá í Kjós. Myndataka: Aron Sigurþórsson.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |