Nú er búið að fara yfir allar myndir sem voru sendar í Veiðimyndakeppnina og það voru margar myndir sem komu til greina.
Myndirnar sem fá 1.-3. verðlaun hljóta allar glæsileg verðlaun frá veiðibúðinni Vesturröst, Laugavegi 178 og við óskum vinningshöfunum til hamingju.
1. sæti og heiðurinn af því að vera Veiðimynd sumarsins hér á veiðivefnum á Mbl.is er þessi skemmtilega mynd sem Þorleifur Pálsson sendi. Hér er ungur veiðimaður leiddur af öryggi við bakkann af afa sínum. Dómnefnd var sammála um að myndin næði fallegu augnabliki við árbakkann auk þess sem samsetning myndarinnar, sjónarhorn og dýpt gæfi myndinni mikið. Myndin fékk einróma atkvæði í fyrsta sæti.
2. sæti hlýtur þessi flotta mynd sem er tekin af urriða með rauða Frances í kjaftvikinu. Það var Pétur Alan sem tók þessa mynd og sendi í keppnina. „Þetta er ótrúlega skörp mynd, frábært augnablik og myndin ætti klárlega heima á forsíðu á einhverju flottu veiðiblaði,“ er meðal umsagna sem myndin fékk.
Í 3. sæti er mynd sem Rannveig María Jóhannesdóttir sendi og sýnir tvo unga, þolinmóða veiðimenn bíða eftir að sá stóri bíti á. „Heildaráhrifin af myndinni eru mjög góð og hún er meira að segja pínu krúttleg. Mjög vinaleg, falleg og einlæg mynd,“ er meðal þess sem dómnefnd hafði um myndina að segja.
Það bárust um 300 myndir í keppnina og við þökkum öllum sem sendu okkur myndir og hvetjum alla veiðimenn til að munda vélarnar næsta sumar því það er aldrei að vita nema við endurtökum leikinn. Góða veiði!
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |