Sportvöruverslunin Vesturröst tryggði sér nýlega umboð fyrir Savage-riffla og hefur þegar tekið á móti fyrstu stóru sendingunni.
Savage Arms hefur framleitt riffla síðan 1894 og hafa síðan þá boðið upp á góða vörulínu af rifflum en Íslendingar hafa hingað til líklega flestir heyrt af þessu merki í .22 cal en þar hefur Savage lengi verið í fremstu röð. Fyrirtækið hefur leitt þróun á ýmsum nýjungum fyrir veiðiriffla og má þar t.d. nefna AccuTriggerTM sem er byltingarkennd þróun í framleiðslu gikkja. Þeim sem vilja fræðast meira um þetta vörumerki er hægt að benda á heimasíðu fyrirtækisins www.savagearms.com eða á að kíkja í Vesturröst og skoða það úrval sem þegar er til.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |