Árleg byssusýning um helgina

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst  verður haldinn laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. mars 2013 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins,  Eyrarbraut 49  Stokkseyri. 

 Verður þar fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a úr einkasöfnum frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík.  Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður verður á staðnum og kynnir sín verk og félagar úr Bogveiðifélagi Íslands kynna sína starfsemi og sýna veiðiboga.

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr.1250 fl. og 650 kr. börn 6-12 ára.

Nánari upplýsingar á  www.veidisafnid.is og  www.vesturrost.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert