Stærsta nýjungin hjá Benelli þetta árið var endurhönnun á útliti Raffaello línunnar sem er íslenskum skotveiði og byssuáhugamönnum vel kunnug. Ný tegund af bakslagsminnkandi púða Progressive Comfort® tryggir hámarks minnkun á bakslagi án þess að þurfa að breyta ytra útliti byssunnar þar sem allir hlutar púðans sem hafa áhrif á bakslagið eru inni í skeftinu. Einnig er í fyrsta skipti á haglabyssu með viðarskefti búið að koma fyrir kinnpúða með gelfyllingu til að mykja ákomu byssunnar að andlit skotmannsins og gera notkunina enn ánægjulegri.
<span><span><br/></span></span> <span><span>Með nýrri tækni í hönnun á hlaupinu sem hefur fengið nafnið Powerbore® er hámarks nákvæmni, krafti auk jafnrar ákomu haglanna tryggð, sem í raun tryggir þar að auki að bráðin er felld af meira öryggi og minni líkur eru á að missa frá sér særða bráð. Tvær útfærslur verða í boði Powerbore með silfruðu láshúsi og Black með svörtu láshúsi. Raffaello verður komin á markað í lok Júlí þannig að menn geta látið sig hlakka verulega til fram að því enda vafalaust margir spenntir að fá að skoða og prófa þessa einstöku byssu.</span></span> <span><span> </span></span> <span><span> </span></span> <span><span> </span></span>Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |