Ekki eru öll vötn í alfaraleið en vatnið sem er það fimmta í röðinni í myndagetrauninni er ekki eitt af þeim því flestir Íslendingar hafa ekið alveg í fjöruborðinu á því.
Þrátt fyrir að umferð geti verið mikil við bakkana norðanmegin yfir sumartímann eru flestir veiðimenn að veiða einmitt þeim megin í vatninu. Þegar þú ert búinn að sjá hvaða vatn þetta er og átt leið þangað til að veiða í sumar, ekki gleyma að fara yfir á suðurbakkann, þar eru nefnilega nokkrir góðir staðir. Um vatnið segir meðal annars í Veiðikortinu: „...er í 105 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 3,2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 35 m og er meðaldýpi um 10 m. Það er mjög vinsælt meðal veiðimanna og mjög hentugt fyrir fjölskyldur. Þjóðvegur 1 liggur meðfram vatninu.“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |