Það er óhætt að segja að fáar stjórnsýslulegar ákvarðanir hafi valdið jafn miklu fjaðrafoki í veiðiheiminum og sú ákvörðun Þingvallanefndar að banna veiði í vatninu að næturlagi.
Þingvallanefnd skipa Álfheiður Ingadóttir sem er formaður nefndarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Valgerður Bjarnadóttir, Þuríður Backman, Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður og Hrefna Sylvía Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð. Það skal tekið fram að aðeins Ragnheiður Elín kaus á móti tillögum nefndarinnar um áðurnefnt veiðibann. Fundargerð nefndarinnar má sjá á eftirfarandi link: http://thingvellir.is/media/21374/397.fundur.pdf
Það sem hefur vakið mesta athygli í þeirri umfjöllun sem á sér stað er að veiðimenn sem tjá sig um málið kannast ekki við nefnd drykkjulæti eða ónæði veiðimanna og þykir þetta foræðishyggja af verstu sort. Það eru engin haldbær rök fyrir því að banna þessar veiðar og má gera þá athugasemd við störf nefndarinnar varðandi þetta mál að ekki virðist hafa verið nokkurt samráð við neinn forsvarsmann veiðimanna þegar þessi ákvörðun var tekinn eins og áður segir með aðeins einu atkvæði á móti tillögunni.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |