Veiðimenn eru æfir vegna þeirrar ákvörðunar Þingvallanefndar að banna veiðar að næturlagi í Þingvallavatni. „Ef til er mannafli til að fylgja eftir banni við silungsveiðum um nætur hlýtur að mega nota þann sama mannskap til að tryggja frið á tjaldstæðum,“ segir m.a. í yfirlýsingu frá vefnum Flugur.is.
„Athygli er vakin á mikilli óánægju með þá ákvörðun Þingvallanefndar að banna veiðar að næturlagi á Þingvöllum, fyrir landi þjóðgarðs. Vísað er í drykkjulæti,“ segir í tilkynningunni.
„Á samskiptarásum hafa komið fram öflug mótmæli veiðimanna enda engin vísindaleg, félagsleg né önnur rök fyrir því að tengja drykkjulæti við silungsveiðar. Sjálfsagt er að banna drykkjulæti í þjóðgarðinum. Hvort heldur er að nóttu eða degi. En að banna íslenskum veiðimönnum að njóta þeirra helgistunda sem gefast við vatnið þegar sumarnóttin bjarta skartar sínu fegursta er ekkert annað en sorglegur misskilningur. Ef til er mannafli til að fylgja eftir banni við silungsveiðum um nætur hlýtur að mega nota þann sama mannskap til að tryggja frið á tjaldstæðum.
Bönnum ölvun á Þingvöllum, líka fyrirmenna! Leyfum silungsveiðar allan sólarhringinn. Flugur.is hafa verið málsvari veiðimanna um margra ára bil og við látum svo sannarlega í okkur heyra þegar svona er komið. Þess má geta að Þingvallanefnd hefur verið einkar ódugleg við að rækta góða veiðimenningu við vatnið,“ segir í yfirlýsingu frá Flugum.is.
Frétt mbl.is: „Algjör rökleysa að banna næturveiðar á Þingvöllum“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |