Á vef Veiðiþjónustunnar Strengja, www.strengir.is, er að finna frétt um einn stærsta lax sem hefur komið á land síðan Árni Baldursson tók tröllvaxinn lax á land úr Selá í fyrra.
Laxinn sem kom í net í Norðfirði var 114 sm langur og 63 sm að ummáli. Samkvæmt fréttinni hefur Veiðimálastofnun þegar fengið hreistursýni úr laxinum til að rannsaka. Stærsti lax sem veiðst hefur á Íslandi er Grímseyjarlaxinn en hann veiddist árið 1957 og var um 20 kg. Aldursgreining á Grímseyjarlaxinum leiddi í ljós að hann var tíu ára gamall en því hefur verið fleygt fram að líklega hafi sá lax verið af norskum stofni en það verður þó aldrei sannað með neinni vissu. Ekki er vitað með neinni nákvæmni hvaðan þessir stórlaxar koma en margir telja að laxinn skríði meðfram ströndum landsins norður á bóginn þangað til þeir koma í ána sína.
https://www.youtube.com/watch?v=eG5-izIpLsA
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |