Þrátt fyrir að vorið sé eitt það kaldasta síðan 1979 er veiðin farin af stað en það er samt sem áður augljóst að það er allt 2 vikum hið minnsta á eftir áætlun á suðurlandi en mun meira fyrir norðan.
Miðað við kuldann, tíðarfarið og veðurspánna þá verður ekki mikið veitt í vötnum á Norður- og Austurlandi fyrr en í júní nema það komi til eitthvert hlýindaskeið sem nái að bræða ísinn af vötnunum og koma lífríkinu í gang. Við verðum bara að vona það besta. Góðu fréttirnar eru aftur á móti þær að það er nægur snjór á þessu sama svæði svo vatnsleysi verður líklega ekki vandamál í sumar í laxveiðiánum. Þrátt fyrir þennan kulda fara menn út til að veiða og fengurinn er oft misjafn. Sumir eru þó heppnari en aðrir, eða hreinlega með meiri þolinmæði, og ná reglulega í stóra fiska á sínum leynistöðum. Urriðinn á myndinni er úr einum slíkum en hann mældist 88 sm langur. Veiðimaðurinn var Bjarki Már Jóhannsson og hann var ófáanlegur til að deila með okkur hvar þessi fiskur er tekinn enda einn af hans leynistöðum í hans eigin "bæjarlæk" og við virðum það en óskum honum jafnframt til lukku með flottan feng.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |