88 sm urriði úr "bæjarlæknum"

Urriðin var mældur 88 sm og eins og sést er …
Urriðin var mældur 88 sm og eins og sést er þetta engin smáfiskur Mynd: Bjarki Már Jóhannsson

Þrátt fyr­ir að vorið sé eitt það kald­asta síðan 1979 er veiðin far­in af stað en það er samt sem áður aug­ljóst að það er allt 2 vik­um hið minnsta á eft­ir áætl­un á suður­landi en mun meira fyr­ir norðan.

Miðað við kuld­ann, tíðarfarið og veður­spánna þá verður ekki mikið veitt í vötn­um á Norður- og Aust­ur­landi fyrr en í júní nema það komi til eitt­hvert hlý­inda­skeið sem nái að bræða ís­inn af vötn­un­um og koma líf­rík­inu í gang.  Við verðum bara að vona það besta.  Góðu frétt­irn­ar eru aft­ur á móti þær að það er næg­ur snjór á þessu sama svæði svo vatns­leysi verður lík­lega ekki vanda­mál í sum­ar í laxveiðián­um.  Þrátt fyr­ir þenn­an kulda fara menn út til að veiða og feng­ur­inn er oft mis­jafn.  Sum­ir eru þó heppn­ari en aðrir, eða hrein­lega með meiri þol­in­mæði, og ná reglu­lega í stóra fiska á sín­um leynistöðum.  Urriðinn á mynd­inni er úr ein­um slík­um en hann mæld­ist 88 sm lang­ur.  Veiðimaður­inn var Bjarki Már Jó­hanns­son og hann var ófá­an­leg­ur til að deila með okk­ur hvar þessi fisk­ur er tek­inn enda einn af hans leynistöðum í hans eig­in "bæj­ar­læk" og við virðum það en ósk­um hon­um jafn­framt til lukku með flott­an feng.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert
Loka