Við höfum fengið feykilega mikið af við brögðum við fréttinni um strandveiðina og það er vonandi að þetta hafi kveikt áhuga hjá fólki til að prófa enda frábært sport fyrir alla fjölskylduna.
Við slógum saman verði sem við sáum auglýst og settum saman pakka af búnaði, völdum kannski of mikið af því allra besta, og útkoman var um 250.000. Tommi hjá Veiðiportinu sendi okkur póst og vildi koma því á framfæri að það væri hægt að versla þennan búnað fyrir mun minna verð. "Við seljum bestu settin okkar með ofurlínum á undir 40 þús + standur 10.000 kr. Sökkur slóðar klippur og taumar fyrir 10.000 kr duga út sumarið. Og athugaðu að þetta er ekkert drasl því t.d. Jaxon stangirnar sem við seljum í þessum settum eru notaðar af islenska landsliðinu sem keppir um allan heim í strandveiði" sagði Tómas og bætir við:"Bara benda á að þessar 250.000 kr er algert pro stöff sem enginn kaupir enda á þetta að vera ódýrt til þess að fólk geti gengið í þessa matarkistu sem er hér í garðinum okkar og við þurftum Bretann og Pólverjann til þess að sýna okkur það".
Það er ekki annað hægt en hvetja fólk til að prófa því þetta er í senn frábært sport, ódýr skemmtileg útivera sem hentar allri fjölskyldunni og svo getur þú nýtt allan aflann sem er oft á tíðum mjög góður. Er þetta ekki það sem veiði á að snúast um?
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |