Dalsá í Fáskrúðsfirði

Dagsafli eftir veiði í Dalsánni.
Dagsafli eftir veiði í Dalsánni. Halldór Ásgeirsson

Í Fáskrúðsfirði á Austfjörðum renna nokkrar ár til sjávar, þeirra á meðal eru árnar Dalsá og Tungudalsá. Báðar árnar eru sjóbleikjuár og í Dalsá er ágæt laxavon.

Undanfarin ár hefur meðalveiðin í Dalsá verið 300-500 bleikjur á 4 stangir á tveimur veiðisvæðum. Að auki hefur verið sleppt í ánna laxaseiðum og má nefna að árið 2011 veiddust 25 laxar í ánni, sem var u.þ.b. 1% af heildarfjölda seiða sem var sleppt í ánna árið á undan.

Í Tungudalsá er nýbyrjað að leyfa veiði eftir nokkurra ára friðun og lítur vel út fyrir komandi ár. Veitt er á tvær stangir í Tungudalsá. Fiskgengd er að öllu jöfnu seinni í þeirri á heldur en Dalsánni þó ósar ánna séu aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð frá hvor öðrum.

Við heyrðum í umsjónarmanni ánna og hann sagði okkur að mikið vatn væri í ánum, eins og öllum öðrum ám á Austurlandi vegna mikillar snjóbráðar. Hann sagði að líklegt væri að vatnstaðan yrði vel veiðanleg í kringum næstu mánaðarmót og færi þá líka besti tíminn í hönd í þessum tveimur ám. 

Enginn kvóti er í ánum en höfða leigutakar til skynsemi veiðimanna um að taka aðeins það sem þeir þurfa í soðið. Einnig er veiðimönnum skylt að umgangast árnar af virðingu og tillitssemi og skilja ekkert eftir sig nema fótsporin að veiðiferð lokinni.

Verð á veiðileyfum er 5000 kr fyrir hálfan dag og 7000 kr fyrir heilan dag og er mikið laust í ágúst að sögn umsjónarmanns. Hægt er að panta leyfi með því að hringja í síma 861-2154 (Halldór Ásgeirsson) en einnig eru seld veiðileyfi seld hjá Stefáni Jónssyni í söluskálanum á Fáskrúðsfirði.

Hér er því um að ræða mjög áhugaverða sjóbleikjuveiði með laxavon fyrir lítinn pening. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Myndarlegur lax úr Dalsánni.
Myndarlegur lax úr Dalsánni. Halldór Ásgeirsson
Flottar sjóbleikjur úr Dalsánni.
Flottar sjóbleikjur úr Dalsánni. Halldór Ásgeirsson
Fallegt umhverfi í kringum Tungudalsánna.
Fallegt umhverfi í kringum Tungudalsánna. Halldór Ásgeirsson
Tungudalsáin.
Tungudalsáin. Halldór Ásgeirsson
Tungudalsáin.
Tungudalsáin. Halldór Ásgeirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert