Í Fáskrúðsfirði á Austfjörðum renna nokkrar ár til sjávar, þeirra á meðal eru árnar Dalsá og Tungudalsá. Báðar árnar eru sjóbleikjuár og í Dalsá er ágæt laxavon.
Undanfarin ár hefur meðalveiðin í Dalsá verið 300-500 bleikjur á 4 stangir á tveimur veiðisvæðum. Að auki hefur verið sleppt í ánna laxaseiðum og má nefna að árið 2011 veiddust 25 laxar í ánni, sem var u.þ.b. 1% af heildarfjölda seiða sem var sleppt í ánna árið á undan.
Í Tungudalsá er nýbyrjað að leyfa veiði eftir nokkurra ára friðun og lítur vel út fyrir komandi ár. Veitt er á tvær stangir í Tungudalsá. Fiskgengd er að öllu jöfnu seinni í þeirri á heldur en Dalsánni þó ósar ánna séu aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð frá hvor öðrum.
Við heyrðum í umsjónarmanni ánna og hann sagði okkur að mikið vatn væri í ánum, eins og öllum öðrum ám á Austurlandi vegna mikillar snjóbráðar. Hann sagði að líklegt væri að vatnstaðan yrði vel veiðanleg í kringum næstu mánaðarmót og færi þá líka besti tíminn í hönd í þessum tveimur ám.
Enginn kvóti er í ánum en höfða leigutakar til skynsemi veiðimanna um að taka aðeins það sem þeir þurfa í soðið. Einnig er veiðimönnum skylt að umgangast árnar af virðingu og tillitssemi og skilja ekkert eftir sig nema fótsporin að veiðiferð lokinni.
Verð á veiðileyfum er 5000 kr fyrir hálfan dag og 7000 kr fyrir heilan dag og er mikið laust í ágúst að sögn umsjónarmanns. Hægt er að panta leyfi með því að hringja í síma 861-2154 (Halldór Ásgeirsson) en einnig eru seld veiðileyfi seld hjá Stefáni Jónssyni í söluskálanum á Fáskrúðsfirði.
Hér er því um að ræða mjög áhugaverða sjóbleikjuveiði með laxavon fyrir lítinn pening. Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |