Að æfa skotfimina.

Haglabyssa, algengasta veiðivopnið á Íslandi.
Haglabyssa, algengasta veiðivopnið á Íslandi.

Þegar margir leggja af stað í fyrstu skotveiðiferðir ársins kemur það oft fyrir að hittnin er ekki jafn góð og í minningunni. Má ástæðuna líklega rekja til þess að viðkomandi hafi ekki stundað skotvelllina reglulega um sumarið.

Að skjóta úr haglabyssu, sem er algengasta veiðivopnið á Íslandi, krefst færni sem margir vanmeta. Í fyrsta lagi þarf byssan að passa skyttunni, en það er þegar byssan er munduð þá er hlaupið og miðið í beinni sjónlínu augans. Lengd skeftis og lögun ræður mestu um þennan hluta.

Nú eru frá nokkrum tugum hagla upp í hundruð hagla í einu haglaskoti svo jafnvel mætti halda ekki þyrfti að miða fyrst það eru svona mörg högl í skotinu. Þetta er eiginlega rétt því haglabyssu er ekki miðað, henni er beint að skotmarkinu. Þegar skotmarkið er kyrrt er ekki erfitt að beina byssunni að því, en þegar það er á hreyfingu þá gerist það öllu erfiðara.

Ef veiðimaður er að beina byssunni sinni að fljúgandi bráð, önd, gæs eða rjúpu t.d. og hleypir af þá er líklegt að hann hitti ekki ef hann leiðir ekki byssuna á undan bráðinni. Ástæðuna má rekja til þess að þegar hleypt er af haglabyssu tekur nokkur sekúndubrot frá því að skipunin kemur frá heilanum og þar til höglin þjóta út úr hlaupinu. Á þeim tíma færist bráðin nokkra tugi cm eða lengra (eftir því hve hratt hún flýgur) og oft spennist veiðimaðurinn upp þegar hann tekur í gikkinn og stöðvar alla hliðarhreyfingu á byssunni.

Hve langt á að leiða á undan bráðinni fer eftir hraða og fjarlægð bráðarinnar frá veiðimanni. Hvernig á að meta hraða og fjarlægð og þ.a.l. hve mikið á að leiða er aðeins hægt að ná vel með því að æfa skotfimina. Það er hægt að gera m.a. á skotvöllum landsins en um þessar mundir er í gangi Dúfnaveislan 2013 en það er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Skotveiðifélags Íslands. Þetta verkefni miðar að því að veiðimenn fái kynningu á þeirri æfingaaðstöðu sem er í boði og æfi skotfimina áður en haldið er til veiða. Með reglulegri æfingu má fækka þeim fuglum sem særast og auka hittni sem og aflatölur í skotveiðinni.

Hér er upplýsingablað um Dúfnaveisluna 2013

Hér að neðan er síðan myndband sem sýnir hvernig góð skytta ber sig að.

Andaveiðar krefjasta mikillar færni af hálfu skyttunnar.
Andaveiðar krefjasta mikillar færni af hálfu skyttunnar. Florida Sportsmen
mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert