„Við erum að auglýsa bleikjuveiði á stöng í Langasjó og ferðamennsku þar sem við sjáum fyrir okkur siglingar á sjónum,“ segir Sigfús Sigurjónsson, bóndi á Borgarfelli í Skaftártungu.
Vísar hann til þess að Veiðifélag Skaftártungumanna, sem samanstendur af 20 landeigendum, auglýsir nú eftir tilboðum í útleigu á veiðirétti í Langasjó og aðliggjandi vötnum, alls níu talsins, ásamt afnotum af veiðihúsi.
Aðspurður segir hann veiðihúsið við Langasjó vera lítið en nokkuð nýlegt svo notagildi þess sem afdrep er gott. Veiði í Langasjó hefur verið með dræmara móti að undanförnu en straumur göngufólks hins vegar stóraukist enda fjölmargar gönguleiðir í nágrenninu. Telur Sigfús mikil tækifæri leynast til framtíðar í tengslum við ferðaþjónustu á svæðinu og nefnir í því samhengi sérstaklega bátasiglingar á Langasjó.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |